Um félagið

Stjórn
Dögg Árnadóttir, formaður
Ingibjörg Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Ólöf Kristín Sívertsen, meðstjórnandi
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi
Sandra Kristín Jónasdóttir, meðstjórnandi
Guðrún Magnúsdóttir, meðstjórnandi


Saga félagsins
Félag lýðheilsufræðinga var stofnað af nemum í meistaranámi í lýðheilsu (MPH) við Háskólann í Reykjavík árið 2007.
Í lýðheilsunáminu var rætt um mikilvægi þess að að kynna lýðheilsu á Íslandi, að efla fagleg tengsl á sviði lýðheilsu og að lýðheilsufræðingar yrðu sterkur og leiðandi faghópur í stefnumótun málefna sem snéru að lýðheilsu. Þessi umræða leiddi til þess að við, sem vorum í fyrsta hóp lýðheilsunema á Íslandi, fundum sterka þörf fyrir að stofna eigið félag.

Stofnfundur félagsins var haldinn 5. júní 2007 og voru stofnfélagar þrjátíu og þrír. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin; Birna Baldursdóttir, Brian Daniel Marshall, Henný Hraunfjörð, Jenný Ingudóttir (formaður) og Ólöf Kristín Sívertsen. Varamenn voru: Halla Halldórsdóttir og Sigrún Baldursdóttir og endurskoðendur: Hulda Orradóttir og Kristín Thorberg. Bæði Gísli Árni Eggertsson og Halla Halldórsdóttir voru sérlegir ráðgjafar við stofnun félagins enda með margra ára reynslu af félagastarfi.

Félagi lýðheilsufræðinga er fyrst og fremst ætlað að efla veg lýðheilsu sem fræðigreinar. Helstu markmið, eins og þau eru skilgreind í lögum félagins, eru að:

a)      auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar í lýðheilsu
b)      kynna lýðheilsu og fyrir hvað sú fræðigrein stendur
c)      viðhalda tengslum milli nemenda og fræðastofnana
d)      efla tengsl milli nemenda og lýðheilsufræðinga
e)      koma á og styrkja fagleg tengsl milli lýðheilsufræðinga
f)       koma á og efla fagleg tengsl almennt á milli þeirra sem starfa að lýðheilsumálum
g)      halda a.m.k. eina málstofu á ári og gefa árlega út fréttabréf og/eða halda úti virkri heimasíðu.

Þrátt fyrir að félagið væri stofnað af lýðheilsunemum í Háskólanum í Reykjavík var markmiðið frá upphafi að félagið yrði félag allra lýðheilsufræðinga á Íslandi, hvort sem þeir hefðu aflað sér lýðheilsumenntunar hér á landi eða erlendis. Frá stofnun félagsins hafa tvær ráðstefnur verið haldnar, fræðslufundir fyrir félagsmenn og þrjú fréttabréf verið gefin út.

Lýðheilsufræði er ung grein hér á landi en þrátt fyrir það eru fjölmargir sem þegar starfa að lýðheilsumálum. Það er því mikilvægt að við lýðheilsufræðingar veltum fyrir okkur hvað það er sem við höfum fram að færa, hvað við getum lært af þeim sem fyrir eru og einnig hvernig við komum á þekkingu okkar á framfæri. Öflugt félag er mjög mikilvægt í þessu sambandi því það stuðlar að öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og samvinna er lykill að árangri.

Hafðu samband

Tölvupóstfang: lydheilsa@gmail.com