Untitled

Félag lýðheilsufræðinga

Lýðheilsufræði er ung grein hér á landi en þrátt fyrir það eru fjölmargir sem þegar starfa að lýðheilsumálum. Það er því mikilvægt að við lýðheilsufræðingar veltum fyrir okkur hvað það er sem við höfum fram að færa, hvað við getum lært af þeim sem fyrir eru og einnig hvernig við komum á þekkingu okkar á framfæri. Öflugt félag er mjög mikilvægt í þessu sambandi því það stuðlar að öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og samvinna er lykill að árangri.