Aðalfundur 2022!

Við bjóðum alla núverandi og verðandi félaga velkomna á Aðalfund Félags lýðheilsufræðinga sem verður haldinn kl: 17:00 fimmtudaginn 5.maí næstkomandi.Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Sjálandi að Ránargrund 4, 110 Garðabæ. Eftir að almennum fundarstörfum líkur munum við borða saman og kryfja lýðheilsumál líðandi stundar.Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lýðheilsuveisla: Síðasti dagur í snemmskráningu

Við minnum á lýðheilsuveislu sumarsins í Hörpu 28 júní til 2 júlí. Hægt er að greiða fyrir báðar ráðstefnurnar og fá afslátt eða fara á aðra þeirra. Norræna lýðheilsuráðstefnan og Evrópuráðstefnan um Jákvæða sálfræði eiga sameiginlega fleti sem hér gefst frábært tækifæri að kafa í nýjar rannsóknir og aðferðir. Í dag er síðasti dagur til…… Lesa meira

Forvarnir – heildræn sýn á heilsu

Hugtakið heilsa er heildrænt í eðli sínu þar sem það nær yfir líkamlega, andlega og félagslega vellíðan samkvæmt formlegri skilgreiningu. Hreyfing og næring eru nær órjúfanlegir þættir sem tengjast öllum þessum þremur víddum heilsu og vellíðanar. Það hvort að við stundum hreyfingu eða ekki tengist líkamlegri og andlegri vellíðan okkar og það sama má segja…… Lesa meira

„Í rauninni hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“

Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og…… Lesa meira

Published
Categorized as mygla