Félag lýðheilsufræðinga

Félagið er fagfélag lýðheilsufræðinga á Íslandi og var stofnað þann 5. júní 2007.
Tilgangur og markmið félagsins eru að auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar í lýðheilsu ásamt því að kynna lýðheilsu og fyrir hvað sú fræðigrein stendur.
Félagið hefur það að megin markmiði að stuðla að vitundarvakningu um heilsueflingu og forvarnir á öllum stigum þjóðfélagsins, óháð aldir og kyni, enda er það kjarni lýðheilsu.
Félagið leggur áherslu á að efla tengsl milli nemenda og lýðheilsufræðinga, koma á og styrkja fagleg tengsl milli lýðheilsufræðinga, koma á og efla fagleg tengsl almennt á milli þeirra sem starfa að lýðheilsumálum.
Félag lýðheilsufræðinga hefur frá upphafi staðið fyrir málstofum og ráðstefnum er varða lýðheilsumál. Markmið félagsins er að halda úti eina málstofu á ári ásamt því að halda úti virkri heimasíðu.
Aðild að félaginu geta þeir öðlast sem lokið hafa a.m.k. 60 ECTS einingum á háskólastigi í lýðheilsufræðum. Aukaaðild að félaginu geta þeir öðlast sem stunda nám í lýðheilsufræðum á háskólastigi en hún veitir þó hvorki kjörgengi né kosningarétt
Hægt er að hafa samband við félagið og skrá sig sem meðlim þess í gegnum tölvupóst lydheilsa@gmail.com

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *